Mikil eftirvænting hefur verið eftir því að sjá Lebron James spila sinn fyrsta leik í hinum gullna búning LA Lakers. Þrátt fyrir 26 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar frá kónginum þá máttu Lakers þola tap í Portland 128:119. Damien Lilliard leiddi Portland með 28 stig.

 

Af öðrum leikjum þá sigruðu Philadelphia gesti sína frá Chicago 127:018 þar sem að Ben Simmons hlóð í þrennu ( 13,13,11) Og í naglbít í höfuðborginni þá sigruðu  Miami Heat lið Washington Wizards 113:112.  Kelly Olynyk tryggði Miami sigur með körfu á loka sekúndum leiksins.