Snæfell sigraði Keflavík í annarri umferð Dominos deildar kvenna í dag í Stykkishólmi, 87-75. Eftir leikinn er Snæfell því á toppi deildarinnar með tvo sigra úr tveimur fyrstu leikjunum á meðan að Keflavík er við botninn og enn án sigurs.

Það voru heimastúlkur í Snæfell sem byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu 34-18 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhlutanum rankar Keflavík þó aðeins við sér, en fara þó með 14 stigum undir til búningsherbergja í hálfleik, 50-36.

Í upphafi seinni hálfleiksins fer Snæfell svo aftur af stað og bæta enn í forskot sitt fyrir lokaleikhlutann, 73-55. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla 12 stiga sigri heim að lokum, 87-75.

Atkvæðamest í liði Snæfells var Kristen McCarthy. Á 35 mínútum spiluðum skilaði hún 28 stigum, 15 fráköstum, 8 stoðsendingum og 10 stolnum boltum.

Tölfræði leiks