Valur hefur ákveðið að styrkja sig í baráttunni í Dominos deild karla. Hafa þeir samið við bandarískan bakvörð í Kendall Anthony og breskan framherja í Will Saunders.

Anthony er 172 cm hár leikstjórnandi sem lék síðast með Bauru Basket í efstu deild í Brasilíu. Saunders er 201 cm framherji sem spilaði síðast með Will í Leb Gold deildinni á Spáni, en þá hefur hann einnig leikið fyrir breska landsliðið.

Þá hefur félagið sagt upp samningi sínum við Miles Wright, sem skilaði 17 stigum og 8 fráköstum í þeim þrem leikjum sem liðnir eru af tímabilinu.

Samkvæmt fréttatilkynningu bindur félagið miklar vonir við að þessar viðbótir við liðið geri það enn öflugra, en það sem af er er liðið enn án sigurs og í síðasta sæti deildarinnar.