Jón Axel mætir North Carolina yfir jólahátíðina

Á morgun mæta Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson út á parketið þegar liðið mætir Washington & Lee í bandaríska háskólaboltanum. Reyndar er nóvembermánuður ansi þéttur en einn af stóru leikjunum hjá Davidson verður 29. desember næstkomandi þegar Jón Axel og villikettirnir mæta North Carolina í Chapel Hill.

North Carolina er einn af frægustu skólum bandaríska háskólaboltans og eru jafnan með gríðarlega sterkt lið. Alveg fram til 9. mars þegar Davidson mætir Richmond á útivelli verður nóg við að vera hjá liðinu en 13. mars hefst svo úrslitakeppnin í Atlantic 10 riðlinum og verður fróðlegt að sjá hvort skólanum takist að gera vel þar og komast inn í 64 liða úrslit Marsfársins.

Leikjadagskrá Davidson í vetur

First Day of Practice 2018-19

Practice: Day One. Feels great to be back out on the court! #TCC #CatsAreWild

Posted by Davidson College Men's Basketball on Wednesday, September 26, 2018