Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að Tindastól.

Tindastóll

Skagfirðingar komust í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð og sátu ekki athafnalausir á rassinum í sumar. Liðið samdi við sterka leikmenn og fékk sjöfaldan Íslandsmeistara í Brynjari Þór Björnssyni. Er þetta árið fyrir Stólana? Það verður spennandi að sjá.

Spá KKÍ: 2. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 3. sæti

Þjálfari liðsins: Israel Martin Concepción

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Hannes Ingi Másson. Leikmaður sem fær væntanlega stærra hlutverk og fleiri mínútur á þessu tímabili. Hefur ekki fengið tækifæri til að springa út en gæti náð því í vetur.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Danero Thomas frá ÍR

Urald King frá Val

Brynjar Þór Björnsson frá KR

Dino Butorac frá Rostock Seawolves (Þýskalandi)

Ólafur Björn Gunnlaugsson frá Val

Ragnar Ágústsson frá Þór Ak.

Farnir:

Björgvin Hafþór Ríkharðsson til Skallagríms

Christoper Caird til Selfoss

Chris Davenport óljóst

Sigtryggur Arnar Björnsson til Grindavíkur

Elvar Ingi Hjartarsson til Selfoss Karfa

Hlynur Einarsson til Selfoss Karfa

Axel Kárason í pásu

Anthonio Hester til USA

Viðtal við Israel Martin um komandi leiktíð: