Ísfirðingurinn fljúgandi enn á ferð

Hinn 16 ára gamli Hugi Hallgrímsson, leikmaður Vestra, heldur áfram háloftatilþrifum sínum í 1. deildinni en hann skilaði þessari myndarlegu hraðaupphlaupstroðslu eftir sendingu Nebojsa Knezevic í 96-74 sigri Vestra á móti Sindra í dag.