Haukur Helgi Pálsson og félagar hjá Nanterre 92 mættu Boulazac í fimmtu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Haukur fór fyrir sínum mönnum og var stigahæstur. Hann endaði með átján stig og þrjú fráköst á 24 mínútum.

Það dugði þó skammt þar sem Nanterre tapaði 83-78 í æsispennandi leik. Nanterre er í 13 sæti eftir fimm umferðir en liðið hefur unnið tvo leiki af fyrstu fimm.