Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar. Tekið verður saman hvaða sérfræðingur hefur réttast fyrir sér og mun hann hljóta gjöf frá Körfunni.

Önnur umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Spennandi verður að sjá hvaða lið nær að halda uppteknum hætti frá síðustu umferð.

Spámaður vikunnar er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni í 1. deild kvenna, Halldór Karl Þórsson.

________________________________________________________________________

Breiðablik – Stjarnan 82 – 114

Blikar voru sprækir gegn Grindavík en Stjarnan ættu að taka þennan leik létt. Stjarnan mun koma miklu sterkari til leiks en þeir gerðu gegn ÍR og ná góðum mun strax í fyrsta leikhluta, Arnar mun samt halda lífi í leiknum þannig að þetta verður stuð fyrir áhorfendur alveg til enda.

Skallagrímur – Grindavík 102 – 95

Ég ætla að veðja á upset hérna, Skallarnir hljóta að hafa verið í varnaræfingum frá því að þeir spiluðu í DHL höllinni í seinustu viku. Þeir eiga í engu basli við að skora og ná í tvö góð stig í þessum leik. Stuðningsmenn Skallagríms eiga eftir að verða X-factorinn og stemmningin mun skila Sköllunum sigurinn

Þór Þ – Njarðvík 80-88

Verður hörku leikur alveg fram að lokum, Einar Árni að koma aftur í Þorlákshöfn og fær hörku spennandi leik í gjöf frá sínu gamla liði. Reynslan í Njarðvík skilar þessu aftur eins og í seinasta leik.

Valur – Tindastóll 90 – 103

Valur eiga eftir að verða stólunum erfiðir, Gústi mun sjá til þess að sínir menn rífi sig í gang og spili miklu betri leik en þeir gerðu í seinustu umferð. Hins vegar eru bara aðeins of mikið af vopnum í sókninni hjá Tindastól og Brynjar yfirmaður minn mun klára þetta með nokkrum þristum í fjórða leikhluta.

Haukar – ÍR 98-94

Mest spennandi leikur umferðarinnar, Ívar mun reyna hindra að Borce komist inn í húsið og leikurinn endar í framlengingu. Skytturnar hjá Haukunum klára þetta þar. Eigum eftir að sjá trölla tvennu frá Marques Oliver þar sem ég sé engann hjá ÍR eiga séns í hann undir körfunni.

Keflavík – KR 105-98

Eins mikið og ég vill að KR vinni, þá eiga þeir ennþá smá í land með að slípa sinn leik. Craion verður KR-ingum erfiður og fólkið í Keflavík verður himinlifandi að hafa unnið KR. Sé samt KR hefna fyrir tapið þegar þeir verða komnir vel í gang þegar líður á tímabilið.

 

Spámenn tímabilsins: 

  1. umferð: Atli Fannar Bjarkason (4 réttir)