Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Bucks sigruðu lið Orlando Magic heima í Fiserv Forum í Milwaukee. Dádýrin því enn með fullkominn árangur það sem af er móti. Sigrað alla 6 leiki sína á tímabilinu líkt og lið Toronto Raptors.

Að venju var það gríska viðundrið, Giannis Antetokounpo, sem fór fyrir sínum mönnum. Skoraði 21 stig og tók 7 fráköst á aðeins rúmum 19 mínútum spiluðum.

Það helsta úr leiknum:

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 109 – 89 Detroit Pistons

Utah Jazz 132 – 111 New Orleans Pelicans

Chicago Bulls 97 – 85 Atlanta Hawks

Indiana Pacers 119 – 107 Cleveland Cavaliers

Charlotte Hornets 103 – 105 Philadelphia 76ers

Portland Trail Blazers 111 – 120 Miami Heat

Phoenix Suns 96 – 117 Memphis Grizzlies

Orlando Magic 91 – 113 Milwaukee Bucks

Los Angeles Lakers 106 – 110 San Antonio Spurs