Leikur ÍA og Álftanes fór fram á Akranesi fyrr í dag í 2. deild karla. Bæði lið eru nýliðar í deildinni, Álftanes að koma upp úr 3. deild á meðan ÍA var að koma niður úr 1. deild.
Bæði lið koma nokkuð breytt til leik þetta tímabilið. Skagamenn mæta með ungt og óreynt lið til keppni í ár á meðan Álftnesingar mæta með lið reynslunni ríkari til leiks. Samkvæmt lauslegri samantekt fréttaritara eru samanlagðir úrvalsdeildarleikir leikmannahóps Álftanes umtalsvert fleiri en meistaraflokksleikir allra leikmanna ÍA.

Leikurunn fór vel af stað en Álftanes var alltaf skrefi á undan og að reyna að slíta Skagamenn fra sér og leiddu með helmings mun eftir fyrsta leikhluta 15-30. ÍA neitaði þó að gefast upp og náðu að svara fyrir sig í öðrum leikhluta og munurinn í hálfleik var aðeins 9 stig, 42-51 fyrir gestina.

Það var svo í seinnihálfleik sem hið svokallaða hrun átti sér stað hjá heimamönnum á meðan það var blússandi góðæri hjá gestunum. Svo fór að Álftanes skoraði 46 stig í þriðja leikhluta og kláraði fjórða með því að skora 39 stig á meðan ÍA setti 30 í öllum seinni hálfleiknum. Niðurstaðan því yfirburða sigur Álftnesinga 72 – 136.

 

Allir leikmenn Álftanes komust á blað í leiknum og fór mest fyrir Högna í stigaskorun en hann setti alls 26 stig í leiknum en alls skoruðu 8 leikmenn gestanna 10 stig eða meira.
Hjá heimamönnum voru Chez, Sindri og Arnar allir jafnir með 16 stig.

 

Nú er bara að sjá hvernig Skagamenn ná að rífa sig í gang eftir hrunið og hvort góðærið hjá Álftnesingum sé komið til að vera.

Tölfræði leiksins

ÍA:

Chez 16 stig, 2 stoðsendingar, 7 fráköst.

Sindri 16 stig, 2 stoðsendingar, 4 fráköst.

Arnar 16 stig, 4 stoðsendingar, 3 fráköst.

Jón Frímanns 9 stig, 9 fráköst

Hjalti 7 stig

Gabríel 5 stig.

Ómar 3 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending.

 

Álftanes:

Högni 26 stig, 6 fráköst, 2 stoðsendingar.

Adrius 15 stig, 6 fráköst.

Garðar 14 stig, 1 frákast, 2 stoðsendingar.

Unnsteinn 14 stig, 1 stoðsending.

Jón Ólafur 12 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar.

Brynjar 11 stig, 10 fráköst, 1 stoðsending.

Marvin 10 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar.

Arnar 10 stig, 6 fráköst.

Viktor Marinó 9 stig, 8 stoðsendingar.

Grímkell 9 stig, 6 stoðsendingar.

Egill 6 stig, 7 fráköst.

Baldur 2 stig, 6 stoðsendingar.

 

Umfjöllun HGH

Mynd Jónas H. Ottósson