Dominos deild karla hófst á fimmtudaginn en tveir stórir leikir fóru fram á föstudagskvöldið.

Leikur Stjörnunnar og ÍR var athyglisverður fyrir margar sakir. Sömu lið mættust í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð þar sem ýmislegt gekk á og var ljóst að enn væri nokkuð kalt á milli félagana.

Þá mætti ÍR með nýjan erlendan leikmann í leikinn en fregnir af því höfðu farið ansi lágt síðustu daga. ÍR hafði látið Mladen Pavlovic fara um síðustu helgi en hann þótti ekki standa undir væntinum.

Leikmaðurinn sem ÍR fékk hinsvegar til að fylla í skarð Pavlovic hafði fengið sömu umsögn um sig örfáum dögum fyrr. ÍR samdi nefnilega við Gerald Robinson sem var látinn taka pokann sinn hjá Njarðvík fyrir nokkrum dögum. Hann þótti heldur ekki standa undir vætningum hjá Njarðvík.

Samkvæmt heimildum Körfunnar var reynt að halda því leyndu þar til rétt fyrir leik að Gerald væri kominn til liðsins. Hann hafði æft með liðinu frá því á þriðjudag og fékk leikheimild á leikdegi.