Breiðablik sigraði Skallagrím fyrr í kvöld í fyrsta leik 5. umferðar Dominos deildar karla. Leikurinn sá fyrsti sem Blikar sigra í vetur, en þeir höfðu fram að leik kvöldsins tapað fyrir Haukum, ÍR, Stjörnunni og Grindavík.

Eftir leikinn færist Breiðablik upp um eitt sæti, úr því 12. í það 11. og er Valur nú eina lið deildarinnar sem ekki hefur unnið leik það sem af er vetri.

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit kvöldsins:

Breiðablik 93 – 83 Skallagrímur