Er Clinch að renna úr skaftinu?

Þvert á frétt Vísis fyrir helgi um að Lewis Clinch væri búinn að skrifa undir hjá Grindavík, þá er engin undirskrift komin ennþá og var Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur spurður út í stöðuna:

„Við höfum jú verið í viðræðum við Lewis Clinch en líka tvo aðra leikmenn sem ég vil ekki gefa upp hverjir eru á þessu stigi málsins.“  Hvort Kani verði mættur á klakann fyrir leikinn á morgun er of snemmt að segja til um núna“

Jóhann segir að þetta ætti að skýrast á næstu dögum og áréttar að góðir hlutir gerist hægt.