Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að íslandsmeisturunum í KR.

KR

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR er spáð fjórða sæti í ár. Miklar breytingar eru á liðinu og verður gaman að sjá hvernig liðið kemur til leiks. Nokkrum spurningum er enn ósvarað en liðið gæti auðveldlega orðið það alsterkasta í deildinni í vetur ef allt gengur upp.

Spá KKÍ: 4. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 4. sæti

Þjálfari liðsins: Ingi Þór Steinþórsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Jón Arnór Stefánsson. Óvænt nafn í þessari umræðu. Geitin er hinsvegar að leggja af stað í sitt síðasta tímabil og því svo sannarlega merkilegt að fylgjast með því.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Emil Barja frá Haukum

Dino Sticic frá KK Skrljevo í Króatíu

Ingi Þór Steinþórsson frá Snæfell (þjálfari)

Julian Boyd frá London Lightning (Kanada)

Farnir:

Darri Hilmarsson til Svíþjóðar

Marcus Walker hættur

Kendall Pollard USA

Helgi Már Magnússon hættur

Arnór Hermannsson til Breiðablik

Brynjar Þór Björnsson til Tindastóls

Kristófer Acox til Denain

Pavel Ermolinskij óákveðið

Viðtal við Emil Barja um komandi tímabil: