Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar. Tekið verður saman hvaða sérfræðingur hefur réttast fyrir sér og mun hann hljóta gjöf frá Körfunni.

Þriðja umferð Dominos deildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Spennandi verður að sjá hvaða lið nær að halda uppteknum hætti frá síðustu umferð.

Spámaður vikunnar er Elín Sóley Hrafnkelsdóttir leikmaður Tulsa háskólans og fyrrum leikmaður Vals.

________________________________________________________________________

Breiðablik – Haukar

Blikar sýndu það í fyrra að þeim líður vel á heimavelli svo ég er að spá hörkuleik í Smáranum.

  • Blikar vinna með 4

Keflavík – Skallagrímur

Skallagrímur kemur inní þennan leik með nauman sigur frá því í síðasta leik á meðan Keflavík, án sigurs, koma hungraðar inní leikinn. Ég held að breidding og hungrið til að vinna muni ráða úrslitum Keflavík í hag.

  • Keflavík vinnur með 14

Stjarnan – Snæfell

Bæði lið koma inní leikinn með fullt hús stiga og myndi ég ætla að búast megi við spennuleik í Garðabænum. Ég held að klisjan um breidd Stjörnuliðsins eigi eftir að skila þeim naumum sigri

  • Stjarnan vinnur með 7

Valur – KR

Ef að hausinn er í góðu standi hjá Val held ég að reynslan muni skila þeim sigri í þessum leik

  • Valur vinnur með 16

Spámenn tímabilsins: 

  1. umferð Anna María Sveinsdóttir (1 réttur)