Dominos deild karla hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að Njarðvík.

Njarðvík

Njarðvík mætir með ansi breytt lið til leiks. Liðið hefur fengið til sín Njarðvíkinga og er því græna ljónshjartað orðið ansi stórt. Síðustu tímabil hafa verið ákveðin vonbrigði fyrir Njarðvíkinga sem vilja klárlega gera betur í ár.

Spá KKÍ: 3. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 5. sæti

Þjálfari liðsins: Einar Árni Jóhannsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Kristinn Pálsson. Eftir að hafa komið inn á miðju tímabili í fyrra fær hann núna sitt hlutverk í liðinu og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur til leiks. Var í síðasta landsliðshóp og því væntingarnar orðnar nokkrar.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Ólafur Helgi Jónsson frá Þór Þ

Einar Árni Jóhannsson frá Þór Þ (þjálfari)

Jón Arnór Sverrisson frá Hamri

Jeb Ivey frá Finnlandi

Mario Matasovic frá Sacred Heart College

Adam Eiður Ásgeirsson frá Þór Þ

Julian Rajic frá Króatíu

Garðar Gíslason frá Reyni S.

Farnir:

Vilhjálmur Theodór Jónsson til Fjölnis

Oddur Rúnar Kristjánsson til Vals

Ragnar Natanaelsson til Vals

Gabríel Sindri Möller til Hamars (Venslasamningur)

Terrell Vinson til Grindavíkur

Gerald Robinson

Brynjar Þór Guðnason hættur

Ragnar Helgi Friðriksson hættur

Viðtal við Einar Árna um komandi leiktíð: