Leikstjórnandinn knái Deron Williams er þessa dagana staddur á Íslandi. Williams, sem vann gull með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum 2008 og var í þrjú skipti valinn í stjörnuleik NBA deildarinnar, lék síðast með Austurstrandarmeisturum Cleveland Cavaliers á þarsíðasta tímabili. Liði sem tapaði í úrslitaeinvígi um titil NBA deildarinnar gegn Golden State Warriors.

Samkvæmt færslu Williams á Instagram er hann staddur í 50 ára afmæli fasteignasalans Andre Azoulay. Sem hann þakkar fyrir tækifærið fyrir að fá að heimsækja “fallegu eyjuna”