Grindvíkingum varð að ósk sinni en sjálfur Lewis Clinch jr. er mættur í þriðja sinn á ferlinum til Grindavíkur! Hin tvö tímabilin (2013-2014 og 2016-2017) skiluðu bikarmeistaratitli og úrslitum í Íslandsmóti og í seinna skiptið undanúrslit í bikar og úrslit á móti KR í Íslandsmóti, epísk sería sem fór alla leið í oddaleik. Miðað við þessa upptalningu þá er spurning hvernig “sérfræðingar” í Dominos körfuboltakvöldinu líta út, en þeir skyldu ekkert í þessari fortíðarþrá gulra.

Lewis lenti í morgun og var að mæta rétt í þessu á netta æfingu fyrir stórleik kvöldsins gegn Keflavík, en vonir standa til að hann verði orðinn löglegur.

Viðtal er væntanlegt