Brynjar Þór Björnsson verður í sérstöku hálftíma viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri í kvöld kl. 20:30 í íþróttaspjallþættinum Taktíkin. Eftir farsælan feril með uppeldisfélagi sínu KR, pakkaði Brynjar saman og hélt norðan heiða fyrir þetta tímabil.

„Brynjar Þór Björnsson hafði átta sinnum orðið íslandameistari í körfubolta með KR þegar að hann pakkaði saman og flutti ásamt fjölskyldunni á Sauðárkrók. Þar spilar hann í dag með liði Tindastóls, sem hefur farið vel af stað, eru meistarar meistaranna og hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í Dominos deildinni sannfærandi. Næsti þáttur af Taktíkinni á N4 Sjónvarp á mánudaginn kl.20 verður tileinkaður þessum magnaða leikmanni. Einlægt viðtal um fjölskylduna, lífið á Króknum, upplifunina af því að spila með Tindastól, yngriflokkastarfið, markmiðin og tilveruna. Viðtal sem enginn körfuboltaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara.“

Stikla: 

Í næsta þætti: Brynjar Þór Björnsson

Þáttur kvöldsins af Taktíkinni er eitthvað sem enginn körfuboltaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Þar sem Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls í körfubolta og áttfaldur Íslandsmeistari, mætir í settið til Skúla Braga.Körfuknattleiksdeild TindastólsU.M.F. TindastóllTindastóll TVDomino's deildinKarfanKKÍ – Körfuknattleikssamband ÍslandsSauðárkrókur.isSauðarkrokur#Taktíkin er í boði Lemon Akureyri, JMJ Herradeild og Joe's Tískuverslun.Fötin sem Skúli Bragi klæðist í þættinum eru úr Joe’sÞættirnir eru styrktir af Rakarastofan Arte sem sér um hárið á Skúla.

Posted by Taktíkin on Monday, October 29, 2018