16 ára og tróð tvívegis í 1. deildinni

Hugi Hallgrímsson stimplaði sig inn í 1. deild karla í gær með tveimur troðslum í 80-47 sigri Vestra á Snæfell. Hugi er, líkt og tvíburabróðir hans Hilmir, fastamaður í yngri landsliðunum og spilaði sína fyrstu meistaraflokks leiki á síðasta tímabili.

Þetta voru ekki fyrstu háu ljósin hans í vetur því hann átti einnig framlag í keppnina um blokk tímabilsins í æfingarleik á móti Álftanesi á dögunum.