Íslenska landsliðið sigraði það norska í seinni æfingaleik sínum gegn liðinu í Bergen fyrr í dag, 58-89. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EuroBasket 2021 sem hefst þann 16. næstkomandi gegn Portúgal ytra.

 

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum í dag en Ísland var skrefinu á undan. Rétt eins og í fyrri leiknum gekk Ísland frá Noregi í seinni hálfleik þar sem afmælisbarn dagsins sá ekki til sólar. Lokastaðan 58-89 fyrir Íslandi sem sýndi styrk sinn gegn Noregi. 

 

Emil Barja var frábær í þessum leik og leiddi íslenska liðið í öllum helstu tölfræðiþáttum. Hann endaði með 15 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Gunnar Ólafsson var einnig öflugur með 13 stig og flotta skotnýtingu. 

 

Íslenska liðið fer því með tvo sigra í farteskinu úr þessum tveimur æfingaleikjum gegn Noregi. Leikirnir voru af tilefni af 50 ára afmæli Norska körfuknattleiksfélagsins en íslendingarnir gáfu engar afmælisgjafir inná vellinum. 

 

Framundan er leikur gegn Portúgal í forkeppni Eurobasket 2021 en tíu leikmenn koma til æfinga á Íslandi þann 7. september næstkomandi. Landsliðsþjálfararnir hafa því fengið tækifæri í þessum Noregsleikjum til að sjá fleiri leikmenn og verður spennandi að sjá hvaða leikmenn grípa síðustu tvö sætin fyrir næsta leik. 

 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum: