Liðin í efstu deilum landsins eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi átök. Nokkur fjöldi af æfingaleikjum eru í gangi og er spennandi að sjá hvernig liðin koma undan sumri.

Á Hvammstanga voru það bikarmeistarar Tindastóls sem mættu Skallagrím í æfingaleik. Skagfirðingar tóku forystuna snemma í leiknum og leiddi í hálfleik 50-31. Skallagrímur tókst ekki að minnka muninn í seinin hálfleik en lokastaðan varð 91-66 fyrir Tindastól.

Urald King fór vel af stað í sínum fyrsta leik í búningi Tindastóls og var með 21 stig. Stigahæstu menn voru eftirfarandi: Pétur Rúnar með 16 stig, Brynjar Þór með13 stig og Dino Butorac með 12 stig. Upplýsingarnar eru frá facebook síðu Tindastóls en þar kemur ekki fram stigaskor Borgnesinga.

Israel Martin, þjálfari Tindastóls segir á facebook síðu Tindastóls eftir leik “Okkar megin regla í liðinu er “vinnusemi á vellinum” og hún var til staðar í kvöld. Ég er mjög ánægður með liðsandann þrátt fyrir að við höfum aðeins náð fimm æfingum saman og er ég mjög bjartsýnn á þennan hóp.”

Ert þú með úrslit úr æfingaleik? Endilega sendu okkur línu á Karfan@karfan.is