Karfan í samstarfi við Elko voru með leik á Facebook síðu Körfunnar þar sem lesendur voru hvattir til að deila mynd á síðunni og merkja vin í ummæli sem ætti skilið að vinna nýja NBA 2K19 leikinn.

Þátttakan var gríðarlega góð og tóku nærri 230 manns þátt. Í kvöld var svo dregið úr öllum þátttakendum og er sigurvegarinn því ljós.

Einar Jónsson var dregin uppúr hattinum og vann því nýja NBA 2K19 frá ELKO. Hann merkti þá Odd Fannar og Hauk Einarsson í ummæli og því spurning hvort þeir deili þessum frábæra leik. Við óskum honum til hamingju með vinninginn. Sigurvegarinn er beðinn um að hafa samband við Karfan.is á Facebook til að fá upplýsingar hvar vitja megi verðlaunanna.

Það er ljóst að mikil spenna er fyrir þessum vinsæla leik. Ritstjórn Körfunnar hefur þegar spilað leikinn ansi mikið og mælir sterklega með. Leikurinn er þegar kominn út og er fáanlegur í öllum ELKO búðum landsins.