Sjáðu fallegt myndband frá styrktarkvöldi Péturs Péturssonar

Í kvöld rúllaði af stað fyrsta árlega Pétursmótið. Mót sem er haldið til styrktar minningarsjóðs og til heiðurs Péturs Péturssonar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 21. september árið 2016.

Rétt áður en hann lést var haldið styrktarkvöld fyrir hann og fjölskyldu hans í TM Höllinni í Keflavík. Þar kom saman fullt hús af fólki til þess að fylgjast með Páli Óskari taka lagið, landsliðum karla og kvenna leika við pressulið og rétta málstaðinum hjálparhönd.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá einkar vel heppnað myndband sem kvikmyndagerðamaðurinn Sævar Guðmundsson vann við tilefnið.