Heimsmeistaramót kvenna hófst í gær með fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Mótið fer fram á Tenerife á Spáni en þetta er í átjánda skipti sem mótið fer fram.

Framundan er gríðarleg dramatík á mótinu en hún var ekkert minni á degi tvö þegar Senegal og Nígería skrifuðu sig í sögubækurnar með sigrum.

Úrslit frá degi tvö:

Argentína 43-84 Ástralía

Kanada 82-63 Suður Kórea

Belgía 75-77 Japan

Senegal 70-69 Lettland

Frakkland 75-71 Grikkland

Kína 88-100 Bandaríkin

Spánn 78-53 Puerto Rico

Nígería 74-68 Tyrkland

Síðasti dagur riðlakeppninnar er á morgun og er gríðarlega spenna á flestum vígstöðum. Hægt er að lesa hér um alla mögulega niðurstöðu í riðlunum hér. 

FIBA sendi frá sér samantektarþátt frá degi tvö sem má finna í heild sinni hér að neðan: