Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem komið hefur á síðuna Karfan.is að nokkrar breytingar hafa átt sér stað síðustu klukkustundurnar. Í gær fékk Karfan andlitslyftingu eftir nokkra mánaða undirbúning.

Karfan hóf að opna nýja síðu með algjörlega nýju útliti í gær. Fyrri útlit hafði verið frá árinu 2009 og því kominn tími á endurnýjun Það kveður við algjörlega nýjan tón á síðunni enda byggð á nýjum litum auk nýrra kennitákna.

Á nýrri síðu er meiri áhersla lögð á að hægt sé að leita eftir fréttum eftir flokkum auk þess sem Podcast Körfunnar og samfélagsmiðlar fá meira pláss en áður. Ný síða er sett upp á WordPress.

Það var Daníel Rúnarsson hjá veffyrirtækinu Kasmír sem hannaði og útbjó síðuna fyrir Körfuna. Við sama tilefni var ákveðið að gefa kennitákni (logoi) síðunnar andlitslyftingu og var það Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem hannaði nýtt logo. Nokkrar útgáfur af því má finna hér að neðan:

Karfan er ávallt í leit að nýjum sjálfboðaliðum sem sjá sér fært um að efla umfjöllun á síðunni þá sér í lagi þeir sem gætu hugsað sér að skrifa um eða ljósmynda körfubolta.

Frekari breytingar verða kynntar á næstu dögum en ritstjórar Körfunnar þakka kærlega þeim sem komið hafa að því að koma nýrri síðu á laggirnar. Hægt er að lesa frekar um sögu Körfunnar hér.