Norðurálsmót Skallagríms Kvenna verður haldið í Borgarnesi á föstudag og laugardag. Um er að ræða svokallað hraðmót þar sem spilað verður 4×10 mínútur en leiktími aðeins stoppaður í vítaskotum, leikhléum og síðustu 2 mínúturnar í 4. leikhluta.

Fjögur lið mæta til leiks, ásamt heimakonum mæta lið Fjölnis, ÍR og Snæfells úr Stykkishólmi. Það má því búast við fjöri á fjölum Fjóssins um helgina og eru allir heimamenn og aðrir körfuboltaáhugamenn hvattir til að mæta og styðja stelpurnar!

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur 14 sept.
Kl:18.00 Skallagrímur – ÍR.
Kl:19.30 Fjölnir – Snæfell.

Laugardagur 15 sept.
Kl:11.15 Skallagrímur – Fjölnir.
Kl:12.45 ÍR – Snæfell.
Kl:14.30 ÍR – Fjölnir.
Kl:16.00 Skallagrímur – Snæfell.