Stjarnan sigraði í gær nýliða KR í æfingaleik í Mathús Garðabæjarhöllinni, 80-71.

Leikurinn var jafn og spennandi, þar sem að liðin skiptust á að hafa forystu. Í hálfleik leiddu heimastúlkur með 3 stigum, 39-36. Í þriðja leikhlutanum kemst KR aftur yfir og leiðir fyrir lokaleikhlutann, 53-56. Í honum gerði Stjarnan svo vel í að koma til baka og sigra leikinn svo að lokum með 9 stigum, 80-71.

Danielle Rodriguez var besta kona vallarins í gær. Skilaði 27 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum fyrir Stjörnuna.

Bæði lið voru með nýlega leikmenn innanborðs. Hjá Stjörnunni var argentínukonan Florencia Palacios, sem skoraði 10 stig og tók 3 fráköst, hjá KR hin bandaríska Kiena Johnson, en hún skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Keppni í Dominos deild kvenna mun fara af stað þaðð 4. október næstkomandi.

Ert þú með úrslit úr æfingaleik? Endilega sendu okkur línu á Karfan@karfan.is