Það styttist heldur betur í að Dominos deildirnar hefjist en Dominos deild kvenna hefst næstkomandi miðvikudag. Liðin eru á fullu að undirbúa sig fyrir komandi átök.

Á nýju tímabili sjáum við ekki bara nýja leikmenn í nýjum liðum og þjálfara spreita sig heldur nýta liðin einnig tækifærið og koma með nýja búninga.

Það er raunin hjá Keflavík sem kynnti nýjan og glæsilegan búning á Facebook í morgun.