Keflavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Mike Craion um að leika með félaginu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Þetta staðfesti leikmaðurinn í spjalli við Körfuna fyrr í kvöld.

Craion er þekkt stærð í íslenskum körfubolta. Kom fyrst til Keflavíkur árið 2012, þar sem hann lék með liðinu til ársins 2014. Þá skipti hann yfir í KR þar sem hann lék til ársins 2016 og vann meðal annars tvo Íslandsmeistaratitla.

Síðasta tímabil hans í Dominos deildinni skilaði hann 22 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 34 leikjum fyrir KR.

Síðan árið 2016 hefur hann leikið í Frakklandi, með liðum CEP Lorient og SVBD.