Mart­in Her­manns­son, og félagar hans í Alba Berlín, hefja leik í dag í Bundesdeildinni (Úrvalsdeildinni) í Þýskalandi.  Deildin hófst í gær með þremur leikjum þar sem að t.a.m. gamli klúbburinn hans Loga Gunnarssonar,ULM tapaði gegn Bayern Munchen.

Í dag tek­ur Alba Berlín á móti Jena í fyrstu um­ferðinni og óhætt að segja að Mart­in og sam­herj­ar séu taldir sigurstranglegri í þeirri viðureign. Alba hefur verið að spila æfingaleiki og sá síðasti fór fram gegn spænska liðinu Zaragoza (þar sem Jón Arnór spilaði meðal annars) og töpuðu Alba þeim leik 70:97 þar sem að Martin skoraði 11 stig og sendi 4 stoðsendingar.