Tindastóll er nú í óðaönn að verða tilbúið fyrir átök komandi leiktíðar í fyrstu deild kvenna.

Á dögunum samdi liðið við 12 leikmenn. Þar á meðal hina bandarísku Tessondra Williams, en hún er 28 ára gamall leikstjórnandi. Þá samdi liðið einnig við hinn litháíska Arnoldas Kuncaitis um að þjálfa liðið. Rúnar Áki Emilsson mun verða honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari þeirra.