Þór frá Þorlákshöfn hefur sagt upp samningi sínum við Joe Tagarelli en efturmaður hans er fundinn og er það Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford. Þetta staðfesti Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is í dag.

Joe Tagarelli stóðst ekki væntingar sem til hans voru gerðar og var hann því látinn fara. Þór Þ hefur samið við miðherjan Kinu Rochford en hann spilaði í Bretlandi á síðustu leiktíð, þar var hann með 12,5 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í leik.

Kinu hefur töluverða reynslu úr evrópuboltanum. Hefur hann spilað í deildur í Hollandi,Ísrael,Frakklandi,Bretlandi og Litháen.

Kinu er kominn til landsins og spilar með Þór í Icelandic Glacial mótinu sem hefst í næstu viku en þar taka þátt ásamt Þórsurum, Njarðvík, Grindavík og Stjarnan.

Baldur Þór Ragnarsson tók við þjálfun liðsins í sumar og eru nokkrar breytingar á liðinu. Fyrr hafði liðið samið við Ragnar Örn Bragason, Nick Tomsick og Gintautas Matulis. Þá hafa þeir Ólafur Helgi Jónsson og Snorri Hrafnkelsson yfirgefið liðið.