Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá vantar alltaf áhugasama einstaklinga.

Nýtt tímabil hefst í komandi viku og segja má að spennan hafi sjaldan verið meiri fyrir tímabili. Karfan.is fékk andlitslyftingu á dögunum og er mikill hugur að fylgja því eftir með góðri umfjöllun á komandi tímabili.

Körfuknattleikur fer fram hringinn í kringum landið svo sama hvar þið áhugasömu einstaklingar eruð niðurkomnir er ekki ólíklegt að þið gætuð lagt vegleg lóð á vogarskálarnar. Karfan.is er ávallt í leit að nýjum sjálfboðaliðum sem sjá sér fært um að efla umfjöllun á síðunni.

Karfan.is leggur sérstaka áherslu á jafna umfjöllun úr Dominos deildum karla og kvenna, því hvetjum við einstaklinga af báðum kynjum til að hafa samband.

Um Karfan.is

Áhugasamir hafi samband við okkur á samfélagsmiðlum okkar eða á karfan@karfan.is