Breiðablik hefur sagt uppi samning sínum við Bandaríkjamanninn Jeremy Smith.

Breiðablik verða nýliðar í Dominos deild karla á komandi tímabili, en Smith lék stórt hlutverk í að hjálpa þeim að tryggja það sæti á síðustu leiktí. Skilaði 22 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í þeim 31 leik sem hann spilaði.

Ekki er ljóst hvaða erlenda leikmann Breiðablik mun taka í stað Smith, en ljóst er að það þarf að gerast hratt, því aðeins 17 dagar eru í fyrsta leik.