Skotþjálfarinn Dave Hopla er staddur á Íslandi þessa dagana og verður hann með æfingar hjá Val auk þess sem það verður opin æfing næstkomandi laugardag.

 

Dave Hopla hefur þjálfað bestu leikmenn heims á borð við Michael Jordan, auk annarra leikmanna í NBA, WNBA, háskólaboltanum og annarra. Hopla er sérstakur skotþjálfari og er þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann klikkar varla úr skoti. 

 

Karfan spjallaði við Hopla og þjálfara meistaraflokks Vals, Ágúst Björgvinsson, fyrir fyrirlestur sem fram fór fyrr í dag í Origo Höllinni.