Hlynur: Væri gott að hafa einn gamlan í viðbót

Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Íslenska landsliðið í forkeppni Eurobasket 2021 gegn Portúgal á útivelli. Leikmannahópur liðsins var kynntur á blaðamannafundi nú fyrir stuttu.

Tveir leikmenn eru að fara leika sína fyrstu landsleiki í mótum á vegum FIBA með A-landsliðinu, það eru þeir Collin Pryor og Kristinn Pálsson. Kristinn lék á Smáþjóðaleikunum 2017 og hann ásamt Collin voru í liðinu í tveim vináttuleikjum gegn Noregi nú í upphafi mánaðarins.

Karfan spjallaði við fyrirliða liðsins, Hlyn Bæringsson, þegar liðið var tilkynnt fyrr í dag.