Skotþjálfarinn Dave Hopla er væntanlegur til landsins á næstu dögum þar sem hann verður með æfingar hjá Val auk þess sem það verður opin æfing næstkomandi laugardag.

 

Dave Hopla hefur þjálfað bestu leikmenn heims á borð við Michael Jordan, auk annarra leikmanna í NBA, WNBA, háskólaboltanum og annarra. Hopla er sérstakur skotþjálfari og er þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann klikkar varla úr skoti. 

 

Þann 8, september verður boðið uppá tækifæri að æfa með Dave Hopla á sérstöku námskeiði. Námskeiðið er hugsað fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11 ára eða eldri. Einungis átján einstaklingar komast að og er því mikilvægt að skrá sig strax.

 

Námskeiðið fer fram laugardaginn 8. september frá kl 16-18 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Skráning fer fram á Agust@valur.is og kostar 15.000 kr. 

 

Heimasíðu Hopla má finna hér.