Heimsmeistaramót kvenna hófst í gær með fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Mótið fer fram á Tenerife á Spáni en þetta er í átjánda skipti sem mótið fer fram. 

Riðlakeppninni lauk í dag og var dramatíkin mikil. Ljóst er hvaða lið eru á leið í átta liða úrslita en efstu lið allra riðla fóru beint þangað. Hin liðin mætast í hreinum úrslitaleikjum um að komast í átta liða úrslit á morgun. Úrslit frá degi þrjú á mótinu:

 

Japan 69-61 Puerto Rico

Ástralía 90-64 Tyrkland

Suður Kórea 48-58 Grikkland

Senegal 66-75 Kína

Argentína 70-75 Nígería

Lettland 76-102 Bandaríkin

Belgía 72-63 Spánn

Kanada 71-60 Frakkland

 

 

Mótið heldur áfram á morgun þegar það mun koma í ljós hvaða lið það eru sem mætast í átta liða úrslitum. Hér að neðan má sjá hvernig staðan á mótinu er núna og hvaða lið geta mæst í næstu umferðum. 

Það er morgunljóst að frábærir dagar eru framundan á heimsmeistaramótinu nú þegar spenna fer að færast í leika. Úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi sunnudag en vert er að benda á að allir leikir mótsins eru í beinni útsendingu á Youtube.