Undir 18 ára lið Íslands tapaði í dag stórt gegn Ísrael í lokaleik C-riðils  B-deildar Evrópumótsins, 92-60. Tapið þýðir að Ísland endar í fjórða sæti riðilsins. 

 

Ísrael var betra liðið allan leikinn í dag en Ísland hékk í skugganum á liðinu í fyrri hálfleik. Andstæðingar Íslands stungu svo af í seinni hálfleik og unnu að lokum 92-60 sigur. Stigahæstur hjá Ísrael var Dani Avdija sem var á dögunum valinn í úrvalslið A-deildar evrópumóts U20 landsliða og því um gríðarlega efnilegan leikmann að ræða. 

 

Hilmar Henningsson var stigahæstur hjá Íslandi með 23 stig, við það bætti hann sjö fráköstum og tveimur töpuðum boltum. Þá var Sigvaldi Eggertsson með 13 stig. 

 

Tapið þýðir að Ísland endar í fjórða sæti riðilsins af sex liðum. Sigurinn stóri á Lúxemborg reyndist risastór en hann tryggir að Ísland endar fyrir ofan Lúxemborg og Makedóníu á innbyrgðisviðureignum liðanna. Liðin í þriðja og fjórða sæti riðilsins leika um 9-16 sæti en fimmta og sjötta sætið leika um neðstu sæti mótsins. Ísland mun því leika um sæti 9-16 og mætir fyrst Búlgaríu á föstudag kl 14:30 að íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: