Undir 16 ára landslið drengja tapaði fyrr í dag í öðrum leik B-deild Evrópumótsins, 105-75 gegn Póllandi. Ísland leikur í C-riðli mótsins og er með einn sigur og eitt tap. 

 

Íslenska liðið virtist klárt í baráttuna í upphafi en Pólska liðið var þó að setja góðar körfur sem Íslandi gekk illa að stoppa. Það var þá helst í þriðja leikhluta þar sem Ísland missti Pólverja framúr sér og reyndist erfitt að koma til baka eftir það. Að lokum fór svo að Pólland fór með sigur að hólmi 105-75. 

 

Hilmir Hallgrímsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 21 stig, 6 fráköst auk þess sem hann setti sex þriggja stiga körfur. 

 

Ísland mætir Ungverjalandi á morgun í þriðja leiknum á mótinu. Ungverjaland er enn án sigurs á mótinu en liðið tapaði nokkuð stórt fyrir Finnlandi í dag. Leikurinn hefst kl 12:15 að Íslenskum tíma og verður sýndir beint. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: