Miklar hræringar hafa verið á leikmanna og þjálfaramarkaði Dominos deildar kvenna fyrir komandi tímabil. Líklega ein stærsta sú að Ólöf Helga Pálsdóttir Woods var ráðin þjálfari hjá ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Hennar fyrsta þjálfarastarf í efstu deild.

 

Í þessari síðustu upptöku af Podcasti Körfunnar fer Ólöf í gegnum feril sinn sem leikmaður, hvernig hún leiddist út í þjálfun og svo er spáð í spilin fyrir komandi tímabil

 

 

Gestur: Ólöf Helga Pálsdóttir Woods

Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór

 

Þátturinn er einnig á iTunes

 

Dagskrá:

Hvar byrjar körfuboltaáhuginn? (01:00)

Fyrstu skrefin með meistaraflokk (04:10)

Ferðin yfir til Njarðvíkur (07:20)

Vinnuslys bindur enda á leikmannaferilinn (16:00)

Þjálfaraferillinn (19:00)

Íslandsmeistarar Hauka, draumastarfið (30:00)

Staða kvennakörfunnar (36:00)

Komandi tímabil í Dominos deild kvenna (38:30)