Undir 18 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Austurríki. Liðið lék í riðli með Kýpur, Georgíu, Portúgal, Rúmeníu og Finnlandi. Eftir riðlakeppnina fór liðið að leika um sæti á mótinu.

 

Í dag töpuðu þær svo fyrir heimastúlkum í Austurríki með 63 stigum gegn 72. Leikurinn var um sæti 17-20 og munu þær því leika lokaleik sinn á morgun gegn Búlgaríu um sæti 19-20.

 

Ísland var betri aðilinn í upphafi leiks í dag. Leiddi með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-16. Undir lok hálfleiksins höfðu þær austurrísku þó vaknað til lífsins og voru með tveggja stiga forystu þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 33-35. Í upphafi seinni hálfleiksins héldu heimastúlkur svo áfram að bæta við forskot sitt og voru 12 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla níu stiga sigri í höfn, 63-72.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu í dag var Ásta Júlía Grímsdóttir, en hún skoraði 4 stig, tók 8 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 2 boltum á rétt tæpum 20 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum: