Marín Matthildur Jónsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val. Marín kemur frá uppeldisfélagi sínu KR, en hún var ein af lykilleikmönnum Íslandsmeistaraliðs 10. flokks KR árið 2016.

 

Erfið meiðsli hafa sett strik í reikninginn síðustu tvö tímabil, en sá tími er að baki og er Marín spennt fyrir komandi tímabili. Á myndinni má sjá Marín og Darra Frey Atlason þjálfara við undirskrift samningsins í gær.