Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið eru með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 

 

Annar leikur Íslands er í dag kl. 15:15 gegn Makedóníu og er hann í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

 

Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu keppninnar hér.