Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í kvöld sigraði liðið sinn fjórða leik á mótinu gegn Búlgaríu, 79-69, og er því komið með þrjá sigurleiki og aðeins einn tapaðan það sem af er móti.

 

Leikur kvöldsins var í járnum í upphafi, eftir fyrsta leikhluta var jafnt 14-14 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan enn jöfn, 33-33. Í seinni hálfleiknum sýndu íslensku strákarnir svo mátt sinn og megin. Sigldu hægt og bítandi frammúr þeim búlgörku og sigruðu að lokum með 10 stigum, 79-69.

 

Marínó Pálmason var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag. Skoraði 21 stig og tók 4 fráköst á rúmum 23 mínútum spiluðum.

 

Með sigrinum eru þeir því komnir í 8 liða úrslit mótsins, þó þeir eigi lokaleik riðilsins eftir, en hann er gegn Kýpur á morgun kl. 19:00

 

Tölfræði leiks

 

Viðtal:

 

 

 

Upptaka af leiknum: