Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í riðlakeppni mótsins sigraði liðið fjóra leiki sína af fimm, en tapaði svo í 8 liða úrslitum í gær fyrir heimamönnum. Í dag leika þeir því um 5.-8. sæti á mótinu gegn Rúmeníu.

 

Leikurinn hefst kl. 14:30 og er í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

 

Allar upplýsingar um mótið og lifandi tölfræði frá leiknum er að finna á heimasíðu keppninnar hér.