Undir 18 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Austurríki. Liðið lék í riðli með Kýpur, Georgíu, Portúgal, Rúmeníu og Finnlandi. Eftir riðlakeppnina fór liðið að leika um sæti á mótinu.

 

Í dag sigruðu þær lokaleik sinn á mótinu gegn Búlgaríu, 75-71. Leikurinn var upp á sæti 19-20 á mótinu og tryggði Ísland sér því 19. sætið með sigrinum.

 

Leikur dagsins var jafn og spennandi nánast allan tímann. Í 12 skipti skiptust liðin á forystunni, en mesta forysta Búlagríu í leiknum voru 10 stig á meðan að mesta forskot Íslands var 8.

 

Sem oft áður var Birna Benónýsdóttir atkvæðamest fyrir íslenska liðið í dag, en hún skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

 

Viðtöl:

 

Upptaka af leiknum: