Undir 18 ára drengjalið Íslands lauk leik i B-deild evrópumótsins nú fyrir stundu með sigri á Austurríki í leik um 15. sæti deildarinnar. 

 

Fyrri hálfleikur var hnífjafn og munaði engu á liðunum. Ísland sýndi svo styrk sinn í seinni hálfleik þar sem liðið gjörsamlega valtaði yfir Austurríkismenn. Liðið hélt Austurríki í 17 stigum allan seinni hálfleikinn sem skóp rúmlega þrjátíu stiga sigur. Lokastaðan 86-55 fyrir Íslandi. 

 

Hilmar Smári Henningsson átti frábæran leik fyrir Ísland í dag og endaði með 24 stig, tíu fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá voru Sigvaldi Eggertsson og Arnór Sveinsson með sitthvor 14 stigin. 

 

Sigurinn þýðir að Ísland endar í fimmtánda sæti B-deildarinnar þetta árið. Liðið náði í tvo sigra á mótinu sem varð til þess að liðið endar í 15 sæti af 24 þjóðum. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: