Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana í B-deild Evrópumótsins í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið eru með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 

 

Í dag lauk riðlakeppninni en Ísland náði loks í sigur og var hann gegn Makedóníu, 64-55. Liðið endar þar með í fimmta sæti síns riðils.

 

Íslenska liðið fór ansi vel af stað og náði góðri forystu. Afleiddur annar leikhluti kom Makedónum yfir en Íslenska liðið gerði vel að koma til baka og sækja forystuna í seinni hálfleik. Lokastaðan 64-55 fyrir Íslandi. 

 

Hjördís Traustadóttir var gríðarlega sterk fyrir Íslenska liðið í dag. Hún endaði með 16 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Natalía Jónsdóttir var einnig öflug með 14 stig. 

 

Sigurinn þýðir að Ísland endar í fimmta og næstneðsta sæti síns riðils og mun því leika um 17-23. sæti mótsins. Sigurinn í dag þýðir þó að liðið þarf ekki að leika eins marga leiki í átt að 17. sætinu heldur sleppur við fyrstu umferðina. 

 

Tölfræði leiksins